Reykjanes senn gjaldþrota

Punktar

Að frágengnu Álftanesi verður Reykjanes næsti bær í gjaldþrot. Þar hefur sukkstefna að hætti fjárglæframanna ráðið ríkjum um langt skeið. Bærinn skuldar ríkinu meira en milljarð króna í sköttum. Höfnin er vandræðabarn Reykjaness. Hún skuldar lánasjóði sveitarfélaga tæpan milljarð króna, sem eru komnar í innheimtu. Sjóðurinn fellst ekki á að taka þátt í frystingu skulda hafnarinnar, sem nema alls meira en fimm milljörðum. Þar af tæpur hálfur milljarður í vanskilum. Allt stefnir því að gjaldþroti Reykjaness. Ekkert sveitarfélag hefur burði til að yfirtaka svo geigvænlegt sukk.