Réttur eigenda er takmarkaður

Punktar

Samkvæmt íslenzkum lögum, allt frá Grágás til náttúruverndarlaga frá 1999, er eignaréttur á landi takmarkaður. Réttur þeirra, sem fara um land, er æðri rétti þeirra, sem eiga land. Eigendur mega ekki loka landi sínu fyrir umferð annarra, til dæmis ekki ferðamanna. Um þetta eru skýrar og nákvæmar reglur í lögum. Þess vegna er ekki hægt að loka Kerinu í Grímsnesi fyrir ákveðinni tegund ferðamanna, fólki í rútum. Slík aðgerð hefur verið og verður áfram ólögleg. Eigendur Kersins geta hins vegar leitað aðstoðar ríkisins við að skipuleggja jafnt aðgengi allra á umhverfisvænan hátt.