Robert Fisk segir í Independent, að arabíska Al Jazeera sjónvarpsstöðin hafi eyðilagt kenningar vestrænna málgagna stríðsins með frásögnum og myndskeiðum fréttamanna stöðvarinnar í Basra og víðar. Hann nefnir sérstaklega afrek fréttaritarans Mohamed al-Abdullah, sem hafi verið linnulaust á ferðinni um torg og sjúkrahús Basra síðustu daga. Robert Fisk ber þessar fréttir saman við endalausar lygar í vestrænum sjónvarpsstöðvum, sem eru undir handarjaðri herstjórnar innrásarliðsins.