Rétt skrimt í auðræði

Punktar

Verði nýfrjálshyggjan ekki stöðvuð á Vesturlöndum, mun ríkja auðræði auðgreifa og aðrir munu rétt skrimta eftir getu. Sama gildir um Ísland og önnur þróuð lönd. Skattar á hina ríkustu hafa verið stórlækkaðir eða afnumdir. Auðveldara er að fela aurinn á aflandseyjum en að borga skatt. Hefur ekki látið brauðmola falla niður til fátæklinga. Þvert á móti er ryksugað daglega. Kreppuvaldar á borð við Goldman Sachs fara lóðbeint á hausinn, allt afskrifað og þeim gefið skattfé til endurlífgunar. Við þekkjum þetta líka hér. Sumir borga alls engan tekjuskatt, til dæmis álverin hérna. Kvótagreifar ráða sjálfir, hvað fer út hljótt úr hagkerfinu.