Ef Útlendingastofnun þjáist af fjárskorti, er einfalt ráð við því. Bara reka nokkra tugi af lagatæknimenntuðum íhaldsfrúm, sem voru ráðnar beinlínis til að gera ekki neitt. Rangt er að loka aðgangi hælisleitenda að gistiheimilum. Þurfi stofnunin að spara 30 milljónir á ári, er einfaldast að megra sjálfa stofnunina. Stofnunin er í sjálfu sér óþörf, því að hún kemst bara að einni niðurstöðu. Í stað hennar má koma upp símsvara í Innanríkisráðuneytinu. Símsvarinn segir bara Nei á ýmsum tungumálum. Ráðuneytið þarf hvort sem er alltaf að leysa úr klúðri Útlendingastofnunar. Rekið bara íhaldsfrúrnar.