Reið yfir Mývatn í gær. Gamla þjóðleið um Rifið frá Haganesi norður yfir vatn. Leiðin var farin með brennistein úr Fremri-Námum til Húsavíkur, þegar kóngur þurfti að fara í stríð. Vaðið er bogadregið, um 300 metra langt. Var aflagt, þegar bílvegur var lagður. Ásamt fleirum endurvakti Arngrímur Geirsson á Skútustöðum þetta gamla vað. Hann lóðsaði okkur yfir, það var vel í síðu, en hvergi sund. Eitt af því, sem hestaferðamaður þarf að hafa gert, eins og að hafa riðið Þjórsá á Hagavaði og Nautavaði. Arngrímur hefur lengi verið helzti hestamaður Mývetninga og hefur átt þekkt ræktunarhross.