Í tvígang hefur George Brown, forsætisráðherra Bretlands, gefið Íslandi á kjaftinn. Ekki von á öðru eins og ríkisstjórn og seðlabanki hafa hagað sér. Ríkisstjórnin gamnar sér við að leysa vandann með kennitölusvindli. Og að Geir gefi loðnari yfirlýsingar með hverjum degi. Innlendir landsfeður hafa gert Gordon Brown kleift að flýta hruni Íslands. Með stórslys í sæti forsætis og gereyðingarvopn í sæti seðlabankastjóra hlaust niðurstaðan að verða svona. Við leysum engan vanda með frestun hans og lögfræðiþjarki.