Refsilaus fjöldamorðingi

Punktar

Fjöldamorðinginn Frank Wuterich mun ekki sæta fangavist fyrir að hafa myrt 24 óbreytta borgara í Írak. Hann fór fyrir flokki bandarískra hermanna, sem létu morðæði renna á sig. Sambærilegt við My Lai stríðsglæpinn í Víetnam. Bandarískur herdómstóll fékk þá niðurstöðu, að lækka bæri Wuterich í tign, en hann fengi þó að halda óbreyttum launum. Ítrekað hefur komið fram, að stríðsglæpir Bandaríkjahers eru orðnir refsilausir. Til dæmis hefur enginn verið dæmdur fyrir pyndingar í Abu Ghraib fangelsinu. Refsileysi Wuterich er skelfilegur áfellisdómur yfir bandaríska hernum og Bandaríkjunum í heild.