Raunasaga Ingibjargar Sólrúnar

Punktar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á undarlega ráðherrasögu. Fyrsta hálfa annað ár hennar fór í að uppfylla draum Halldórs Ásgrímssonar um aðild að Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Það var dýr rispa, sem náði ekki fram að ganga. Síðasta árið hefur hún svo verið upptekin við að standa vörð um nýfrjálshyggju Davíðs Oddssonar í peningamálum. Það var dýr varðstaða, sem setti þjóðina á hausinn. Hún trúði, að markaðshagkerfið gæti ekki hrunið. Hlustaði ekki á viðvaranir innlendra og erlendra sérfræðinga. Hafði heilt ár til að segja: Hingað og ekki lengra. Kaus frekur að binda trúss sitt við Halldór og Davíð.