Rata ekki um borgir

Punktar

Á Íslandi rata leigubílstjórar eins og starfsbræður þeirra gerðu til skamms tíma í Evrópu. Frægastir eru þeir brezku, sem þekkja þúsundir gatna utanbókar. Upp á síðkastið hafa hins vegar víða komið til sögunnar leigubílstjórar frá fjarlægum löndum. Þeir keyra fína bíla, en tala varla málið, rata ekki neitt og telja slíkt vera hlutverk kúnnans. Með símasambandi í gemsa við veitingahús í Kaupmannahöfn tókst mér að lóðsa leigubílstjóra í rétta götu. Vonandi kemur sú tíð seint hér á landi, að leigubílstjórar hafi engan áhuga á að koma viðskiptavinum sínum á réttan leiðarenda.