Mikilvægt er, að nýr dómsmálaráðherra láti rannsaka hegðun lögreglumanna, sem æsa til óeirða. Hegðun þeirra er skjalfest á ótal myndskeiðum. Yfirmenn löggunnar taka hins vegar ekki mark á slíkum staðreyndum. Þeir ljúga bara út í eitt. Kanna þarf, hverju þetta sæti og láta viðeigandi yfirmenn sæta áminningum og brottrekstri. Það gengur ekki, að fasistar séu á ríkislaunum við að magna ofbeldi í landinu. Það gengur ekki, að dæmdar ofbeldislöggur séu hafðar áfram við störf. Fasistarnir eru því miður orðnir ríki í ríkinu.