Trúmál Íslendinga einkennast af þremur breytingum. Í fyrsta lagi seilist þjóðkirkjan til aukinna forréttinda. Hún reynir að koma tilgátum sínum að í leikskólum og skólum. Við misjafnar undirtektir foreldra, sem margir eru ekki í þjóðkirkjunni. Í öðru lagi hafa myndazt fylkingar trúlausra og vantrúaðra, sem hafa skorið upp herör gegn þjóðkirkjunni. Ég er enn að hlæja að uppákomunni, þegar Svarthöfði slóst í hóp uppstrílaðra klerka í skrúðgöngu eða skrípagöngu. Í þriðja lagi er það hættulega í spilinu, að kristnir ofsatrúarsöfnuðir reka sjónvarpsstöð, sem magnar ranghugmyndir.