Rangar skoðanir

Punktar

Brezkur sagnfræðingur og æsingamaður hefur setið í gæzluvarðhaldi í Austurríki síðan í nóvember. David Irving er sakaður um að segja, að ekki hafi verið nein helför gyðinga. Frá 1945 hafa í Austurríki verið lög, sem banna mönnum að lýsa jákvæðum skoðunum í garð nazista og halda uppi vörnum fyrir glæpi þeirra. Slík lög eru líka í Þýzkalandi og Póllandi. Í Austurríki getur brot varðað 20 ára fangelsi. Þar í landi eru um 25 menn dæmdir á ári fyrir slík brot. Irving átti að tala í Vínarborg á þingi róttækra manna á hægri kanti stjórnmálanna og var þá handtekinn. Málfrelsið á stundum erfitt uppdráttar.