Rafræn aðferð var megingalli kosninganna til stjórnlagaþings. “Verulegir annmarkar” að mati Hæstaréttar stöfuðu báðir af henni. Annar þeirra fólst í númeruðu kjörseðlunum, sem voru afleiðing aðferðarinnar. Þeir gerðu atkvæðin rekjanleg. Hinn fólst í, að umboðsmenn frambjóðenda fengu ekki að fylgjast með. Líka afleiðing aðferðarinnar. Hin fáránlega stærðfræði olli þannig tveimur stóru annmörkunum. Hin fjögur voru ekki “verulegir” annmarkar að mati dómsins, tæknileg atriði, kjörklefar, kjörkassar, kjörseðlar. Reka þarf landskjörstjórn og hætta að nota rafræna stærðfræði Þorkels Helgasonar.