Rafbyssur ríkislögreglustjóra

Punktar

Ríkislögreglustjóri gengur enn með þá lausu skrúfu að ná í rafbyssur. Telur sig þannig útbúinn mundu hafa getað hindrað búsáhaldabyltinguna. Mánaðarlega berast okkur samt fréttir að utan af mannvígum lögregluþjóna með slíkum byssum. Dánarorsök er oftast hjartaslag í kjölfar raflosts. Til skamms tíma hélt Wikipedia skrá yfir manndráp með rafbyssum og var komið í mörg hundruð dauðsföll. Ríkislögreglustjóri er fulltrúi gamla Íslands, þar sem eigendur landsins vildu halda þjóðinni niðri. Hann vildi þá líka brynvarða bíla, sem hann flutti til landsins á laun. Ríkið þarf að losna við skrítna gaurinn.