Jón Bjarnason ráðherra ræður því, sem hann vill ráða. Vilji hann losna við að fyrna kvótagreifa, þá setur hann snigilshraða á málið. Vilji hann losna við lækningu landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyta, bremsar hann málinu. Hann ræður, því að framsóknarmenn Alþingis eru svo margir. Kom í ljós um daginn, þegar Alþingi felldi tillögu um, að samkeppnislög skyldu ná til vinnustöðva landbúnaðarins. Tillöguna felldu allir þingmenn Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Þetta er traustur Framsóknar-meirihluti undir dulnefnum. Í skjóli hans getur Jón hagað sér eins og honum þóknast.