Ræða stóla – ekki málin

Punktar

Þegar Katrín Jakobsdóttir var að reyna að mynda svokallaða vinstri stjórn, fór allur tíminn í málefni. Hvaða flokkur yrði að gefa eftir hvaða mál. Ekkert var byrjað að ræða um ráðherrastóla, þegar viðræðurnar flosnuðu upp af óskiljanlegri ástæðu. Nú þegar hún er að ræða við gamla Fjórflokkinn um íhaldsstjórn, er byrjað að rífast um, hver eigi að vera forsætis. Segir allt sem segja þarf um gæðamuninn á þessu tvenns konar mynztri. Annars vegar var verið að tala um brýnar breytingar og hins vegar er verið að tala um stóla. Ef niðurstaða fæst úr þessari lotu númer tvö, munu Vinstri græn veslast upp. Rétt eins og Björt framtíð og Viðreisn gerðu.