Nefnd á vegum Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra hefur komizt að raun um, að ráðuneytið hagi sér rétt gagnvart hælisleitendum. Mannfjandsamleg stefna ráðuneytisins hafi verið rétt og eigi að haldast óbreytt. Ráðuneytið hefur með þessu veitt sjálfu sér syndakvittun. Rauði krossinn og Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna eru annarrar skoðunar en nefnd Rögnu Árnadóttur. Ragna var ráðuneytisstjóri Björns Bjarnasonar og hagar sér alveg eins og hann. Til dæmis gróf hún undan Evu Joly, kaus að misskilja óskir hennar. Hún gerði ekkert í þeim, fyrr en Joly skaut máli sínum í sjónvarpi til almennings.