Ráðherrum er orða vant

Punktar

Ríkisstjórnin byrjar varlega og flestir ráðherrar fela sig. Katrín Jakobsdóttir segist þó verða fyrir vonbrigðum með upphlaup Donald Trump vegna Jerúsalem. Flestir vestrænir leiðtogar kusu að fordæma upphlaupið, er sýnir harðari andstöðu. þeirra. Og Katrín segir fátt um bandarískar hugleiðingar um að senda hingað aftur her í land. Svandís Svavarsdóttir segir enga einkavæðingu í heilsu verða á sinni vakt. Flestir flokksmenn töldu að hún mundi snúa við leyndó einkavæðingu síðasta kjörtímabils. En hún vill bara stöðva, ekki snúa við. Dregur nokkuð úr slagkrafti orða hennar. Og Katrín segir afsagnir ónýtra ráðherra ekki til siðs hér á landi.