Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lýsir frati á Davíð Oddsson eins og ráðherrar aðrir og þingmenn Samfylkingarinnar. Hann “hafi skaðað orðspor Íslendinga erlendis” og það sé “ábyrgðarhluti að láta málin halda áfram í þessum farvegi”. Öllum er þetta ljóst, nema Geir Haarde, sem enn trúir blint á gereyðingarvopnið. Raunar hafa þeir tveir ekki lengur fast land undir fótum í Flokknum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir gagnrýnir Davíð vegna mistaka Seðlabankans. Hún vill, að Þjóðhagsstofnun verði endurreist. Formaður annars stjórnarflokksins og varaformaður hins lýsa þannig frati á Davíð.