Ráðherrar lugu í kapp

Punktar

Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tönnluðust á einu á fundinum í gær. Þögnin um skilmála Alþjóða gjaldeyrissjóðsins væri ekki þeirra ósk, heldur sjóðsins. Á blaðamannafundi sjóðsins komu svo fram ýmis atriði, sem ráðherrarnir höfðu þagað um. Sjóðurinn vildi upplýsa meira en ráðherrarnir vildu. Þeir höfðu þá bara logið eins og venjulega. Á sama fundi sagði Geir þetta um frægt símtal Darling og Árna Mathiesen: “… svo furðulegt sem það er nú, að það skyldi leka í fjölmiðla …”. Hvort tveggja sýnir óheilindi og sjúklega leyndó-þörf ráðherranna. Fólk má ekkert vita, bara makka rétt.