Ráðherrann ræður engu

Punktar

Samkvæmt tilkynningu forstjóra Klínikurinnar hefur heilbrigðisráðherra ekkert með liðskiptaaðgerðir fyrirtækisins að gera. Hjálmar Þorsteinsson segir þær þegar vera í gangi með samþykki embættismanna. Samkvæmt því er Óttar Proppé heilbrigðisráðherra ekki marktækur. Mér kemur það ekki á óvart. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, er yfirráðherra. Hefur á kostnað Landspítalans stráð peningum yfir einkavinavæðingu heilbrigðismála. Hann er skúrkurinn, sem ríkið þarf að losna við. Hjálmar segir enga beiðni liggja hjá Óttari um leyfi til þessara aðgerða. Þær séu þegar leyfilegar og hafðu það, Óttar Proppé.