Ráðherra upp á punt

Punktar

Landlækni og heilsuráðuneytinu greinir á um hvort ráðherra geti haft afskipti af starfsemi einkaspítala fyrir legusjúklinga við Ármúla. Ráðuneytið telur slíka breytingu sjálfvirkt heimila með samningi Steingríms Ara Arasonar við Læknafélag Íslands. Landlæknir segir stöðuna valda mikilli óvissu, þar sem framtak forstjóra Sjúkratrygginga geti leitt til sjálfvirkrar einkavæðingar spítalaþjónustu. Vill Landlæknir, að Óttarr Proppé heilsuráðherra komi úr felum og kveði upp úrskurð um einkavæðingu sérhæfðrar spítalaþjónustu með legudeild eða ekki. Þetta er gott dæmi um, að pólitísk tilvera Proppé er eingöngu upp á punt og að hann veit það.