Kristján Möller er kjördæmispotari, lítill kall í of stóru embætti. Mitt í hruni þjóðarinnar djöflast hann í að útvega gat í Vaðlaheiði. Næst á eftir götum við Héðinsfjörð. Þetta jaðrar við bilun. En svona voru ráðherrar gamla tímans. Hann er ekki fyrsti kjördæmispotari stjórnmálanna. En nú eru nýir tímar. Þjóðin vill alls ekki svona vinnubrögð lengur. En það strandar á Samfylkingunni. Eftir hrunið hefur hún í tvígang valið kallinn til að stýra samgöngumálum landsins. Hefur Samfylkingin efni á því hneyksli, verandi einn af orsakavöldum hrunsins? Getur hún ekki losað okkur við kjördæmispotarann?