Skrítin eru viðbrögð forsætisráðherra og fjármálaráðherra við 100.000 króna hækkun á kaupi dómara. Forsætisráðherra sagði hækkunina koma á vondum tíma, þegar aðilar vinnumarkaðarins standa í viðræðum. Fjármálaráðherra sagði hana ekki hafa neitt fordæmisgildi fyrir vinnumarkaðinn. Bæði eru þau upptekin af hagnýtum sjónarmiðum. 100.000 krónurnar væru semsagt í lagi, ef úrskurðurinn hefði komið á heppilegri tíma. Þetta geta landsfeður ekki sagt í alvöru. Þurfa að segja úrskurðinn svívirðilegan og með öllu siðlausan. Forustufólk ríkisstjórnarinnar verður að hafa siðferðilega reisn og efla siðferði okkar.