Ráðherra kvótagreifanna

Punktar

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra skipaði svonefnda sáttanefnd til að finna lausn á kvótastjórninni. Í nefndina skipaði hann fulltrúa hagsmunaaðila. Landssambands íslenzkra útvegsmanna, Samtaka fiskvinnslustöðva, Samtaka fiskframleiðenda. Og svo framvegis. Seint held, ég, að þeir muni búa til neina þjóðarsátt um kvótakerfið. Þvert á móti munu þeir finna leið til að halda óbreyttu eignarhaldi kvótagreifa. Með skipun hlægilegrar sáttanefndar svíkur Jón Bjarnason kosningaloforð Vinstri grænna. Tryggir, að ekki verði hróflað við greifunum. Þyrlar upp ryki. Ráðherra fyrir hönd kvótagreifanna.