Ráðherra í skítverki

Punktar

Komið hefur í ljós, að Jón Kristjánsson ráðherra tók að sér það skítverk að láta fólk halda, að reist verði stífla í 566 metra hæð við Norðlingaöldu, en haga orðlagi úrskurðarins á þann hátt, að Landsvirkjun telur sér eigi að síður heimilt að reisa hana í 568 metra hæð. Blekking Jóns tvöfaldar flatarmál miðlunarlónsins úr 3,4 ferkílómetrum í 7,4 ferkílómetra og magnar tjónið á alþjóðlega viðurkenndu friðlandi Þjórsárvera. Gengishrun hefur orðið á orðum hins lúmska ráðherra, sem hingað til hefur ráfað um í sauðargæru.