Þórunn Sveinbjarnardóttir var óheppin með ísbirnina. Löggan var með kláða í gikkfingri og skaut þá. Þórunn horfði á í síðara skiptið. Tvöfalt klúður á Skaga kom í kjölfar vaxandi gagnrýni á ráðherrann. Hún fékk ráðuneyti og umhverfisstofnun, sem eru illa reknar stofnanir. Þar sem menn fúska í stað þess að afgreiða mál. Voru bjargarlausar í málum ísbjarna, þótt meðferð þeirra hafi verið sett í lög. Umhverfisráðuneytið er ekki réttur staður til að læra að vera ráðherra. Ef Þórunn telur hlutverk sitt vera að læra. Hún er úti að aka og stýrir ráðuneyti og stofnun, sem eru enn ráðalausari.