Sendu ekki netfang þitt í tölvupósti; gakktu úr skugga um, að netþjónusta þín noti síu gegn ruslpósti; skiptu aðeins við trausta kaupmenn á vefnum; svaraðu ekki ruslpósti; opnaðu ekki póst frá fólki, sem þú þekkir ekki; notaðu póstforrit fremur en vafra á borð við Outlook til að opna póst. Þessi ráð birtir Jack Schofield í Guardian. Hann segir, að skylda beri netþjónustur til að sía ruslpóst, ef viðskiptavinurinn óskar þess, og sjá um, að allur póstur hafi rétt uppruna-netfang. Hann telur, að öll póstforrit eigi að gefa kost á stillingu, sem hleypi aðeins einföldum texta í gegn. Ruslpóstur er orðinn helmingur af öllum pósti á vefnum.