Pútín hafnar eftirliti

Punktar

Alræðisstjórn Pútíns í Rússlandi hindrar eftirlit með þingkosningunum í desember. Skar niður um tvo þriðju fjölda eftirlitsmanna RÖSE, Ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu. Neitaði svo restinni um vegabréfsáritun. Pútín hefur markvisst unnið gegn tilraunum til mótframboða. Stjórn hans hefur hafnað þeim flestum, til dæmis framboði Kasparofs. Og hún ein ræður, hvað birtist í sjónvarpinu. Það er orðið að áróðurstæki Pútíns. Embættismenn RÖSE segja kosningarnar verða marklausar. Eins og hjá Stalín í gamla daga. Samt segir utanríkisráðherra okkar ranglega, að ekki stafi hætta af Pútín.