Pukrað með eignaleysi IceSave

Punktar

Ríkisstjórnir Bretlands, Hollands og Íslands mega afhenda Tryggingasjóði innistæðueigenda eignir IceSave með samningi. Þar með afléttir Bretland hryðjuverkalögum af eignunum. Aðrir kröfuhafar geta ekki krafizt hlutdeildar í þessum eignum framhjá ríkisstjórnum, hryðjuverkalögum og Evrópusamningi. Hins vegar eru eignir vafasamar. Pukrið kringum þær staðfestir, að ástandið er verra en Jóhanna Sigurðardóttir lýgur. Listi yfir hundrað verstu veðin hefur ekki verið birtur. Hann mundi sýna ýmis loftbólufyrirtæki illræmdrar útrásar íslenzkra víkinga. Hundruð milljarða munu falla á afkomendur okkar.