Pólitísk ábyrgð á hruninu er ekki bara metin í töpuðum verðmætum. Meira máli skiptir álitshnekkir þjóðarinnar, sem er fyrirlitin víða um heim. Flokkarnir bera misjafna ábyrgð á þessu heildarmagni hrunsins. Sjálfstæðisflokkurinn ber auðvitað 100% ábyrgð. Bjó til forsendur hrunsins, stjórnaði eftirlitinu og klúðraði stjórninni á lokametrunum. Samfylkingin ber 70% ábyrgð með því að stjórna eftirlitinu og klúðra stjórninni. Framsókn ber aðeins 30% ábyrgð. Hún bjó bara til forsendurnar, en stýrði ekki aðgerðum. Það var einmitt vond stjórn Davíðs og Geirs, sem breytti alþjóðlegri kreppu í séríslenzkt hrun.