Nornaveiðar standa nú yfir í Bandaríkjunum. Háskólakennarar og einkum prófessorar eru sakaðir um vinstri villu. Sérstakar vefsíður hafa verið opnaðar með ákærum á hendur tugum prófessora fyrir ummæli um, að farið hafi verið í stríð við Írak á lognum og röngum forsendum og að of mikið hafi verið stutt við Ísrael. Slík ummæli þykja jaðra við landráð og drottinsvik þar í landi. Fremstir í flokki þeirra, sem vilja hreinsa landið af prófessorum eru repúblikanarnir Andrew Jones og David Horowitz, sem gaf út bókina The Professors um hundrað hættulegustu prófessorana.