Bandaríska hernámsstjórnin í Írak hefur loksins fundið óvininn. Það er hvorki Saddam Hussein, sem hefur ekki fundist enn í Írak, né Osama bin Laden, sem er annað hvort í Pakistan eða Afganistan. Óvinurinn er hinn hefðbundna frjálsa pressa, sem segir fréttir af öngþveiti hernámsstjórnarinnar. Bremer hernámsstjóri, Powell utanríkisráðherra og Rumsfeld stríðsmálaráðherra eru sammála um þetta. Pamela Hess segir í UPI frá þessum gamla og nýja óvini valdhafanna. Skemmtileg er lýsing hennar á fílabeinsturni Bremers.