Thomas Fuller skrifar í International Herald Tribune um viðskiptahætti hugbúnaðarrisans Microsoft og birtir kafla úr tölvupósti milli ráðamanna fyrirtækisins og milli ráðamanna þess og lögmanna. Þar kemur fram, að fyrirtækið beitir bellibrögðum, sem bönnuð eru í Evrópusambandinu. Þau beinast einkum gegn finnska stýrikerfinu Linux, sem breiðist út í Evrópu og þriðja heiminum. Gott er líka að minnast þess, að Bill Gates, forstjóri Microsoft, er einn af helztu bakhjörlum George W. Bush og fjármagnar þannig ruddalegar tilraunir Bandaríkjaforseta til að kúga Evrópu og þriðja heiminn.