Dr. Gunni vakti athygli á, að tveir vinsælustu tónlistarmenn landsins eru komnir á mála hjá auðvaldinu. Megas er genginn í björg með tröllum eins og Bubbi var genginn löngu áður. Um þetta segir Dr. Gunni: “Það hefur þótt virðingarvert, að Megas væri ekki eins og sellátarinn [sell out] Bubbi sem selur notaða bíla [meiðyrði klippt út] eins og drekka vatn. En nú er sem sé síðasta arðan kominn í kjaft kapítalistanna.” Popparar mega selja sál sína út og suður og fólk úti í bæ hefur jafnan rétt á að dissa þá fyrir það. En það er tákn um spillta tíma, þegar poppurum finnst í lagi að ganga í björg.