Pólitískur vaxtaþrýstingur

Punktar

Á nýjum forvaxtadegi standa öll spjót á peningastefnunefnd Seðlabankans. Þrýstingurinn er allur pólitískur, ekki fræðilegur. Aðilar vinnumarkaðarins vilja lækka forvexti úr 13% í 9% til að auðvelda rekstur fyrirtækja. Samt eru vextir banka orðnir lægri en forvextir Seðlabankans. Þeir eru síður en svo ofviða frambærilegum fyrirtækjum. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn vill bara lækka forvexti í 12% til að þrýsta á ríkisstjórnina að afgreiða nokkur mál, sem hafa dregizt. Enginn hagfræðingur telur vera samhengi milli okurvaxta og hærra gengis gjaldmiðla. Hvorugur þrýstingurinn er því málefnalegur.