Sæmilegur friður er komin í þjóðmálin og endist langt fram yfir áramót. Enn er komið í ljós, að þjóðin vill fá niðurstöðu í samninga við Evrópu og síðan kjósa um niðurstöðuna. Upphlaupið um samningsslit mun því fjara út. Fjárlög eru komin á koppinn, meirihluti er um hækkun skatta á þeim ríkustu. Svo er auðvitað að birta í efnahagsmálum og fjármálum þjóðarinnar. Atvinna er að aukast og kaupmáttur er að aukast. Við sjáum það meðal annars á jólasukkinu, hversu gott sem það má annars teljast. Hagsmunasamtök 400 fermetra heimila njóta takmarkaðs fylgis. Vantar bara afnám bankaleyndar og fyrningu kvótans.