Pólitík er ekki fótbolti

Punktar

Gott fyrir sálina að standa sig vel. Gott fyrir þjóðarsálina, þegar landsliðið stendur sig vel í samkeppni við helztu þjóðir Evrópu. Vinna jafnvel leik, þegar mest er í húfi. Gaman væri, ef fólk stæði sig eins í pólitík. Það er ekki allt gefið á þessari jörð. Við skulum fagna því, sem vel gengur. Samt ekki ofmetnast og ekki telja Íslendinga mesta í heimi. Í stjórnspeki, hagspeki og lögspeki erum við aðhlátursefni. Heimsmet fyrrum forsætis í sjónvarpsþætti varð sorglega frægt um allan heim. Sömuleiðis Evrópumet fyrrum seðlabankastjóra í ryksugun seðlabanka. Verst er, að andverðleikafólkið játar aldrei villur síns vegar.