Plúsar og mínusar

Punktar

Ríkisstjórnin fær plús í minn kladda fyrir að hafa komið hagkerfinu í fyrra horf eftir hrunið. Alþjóðlegur hagtölur sýna ríkidæmi Íslendinga, hvað sem íslenzkir fjölmiðlar ljúga. Hins vegar hefur stjórninni ekki tekizt að koma upp nýju bankakerfi, þar er sama bófakerfið og áður. Og henni hefur ekki tekizt að losa okkur við helzta bölvaldinn, krónuna, enda elskar þjóðin krónuna sína. Stjórninni hefur ekki heldur tekizt það, sem þjóðin vill, að koma upp þjóðareign og uppboðsmarkaði á kvóta. Né heldur að bera undir hana uppkast að nýrri stjórnarskrá. Í kladdanum eru því bæði plúsar og mínusar.