Ég sit við tölvuna og næ með háhraða ADSL sambandi við allan heiminn. Á sekúndubroti fæ ég mikilvægustu fréttir, gögn og skoðanir veraldar, jafnvel bíómyndir. Hvað vil ég betra? Bæjarstjórinn hér skrifaði um það fjálglega grein í Moggann í gær. Með því að borga til viðbótar mánaðargjald fyrir ljósleiðara muni ég fá aðgang að rafrænni þjónustu Seltjarnarness! Kannski að nuddi? Er Jónmundur Guðmarsson lasinn? Hann segir ljósleiðarann hjálpa þeim, sem ekki séu vanir tölvum. Hvernig? Ljósleiðarinn breytir raunar litlu sem engu. En menn þurfa að borga töluvert meira, það er plokkið.