Pláss fyrir einn flokk

Punktar

Íslandshreyfingin fiskaði ekki í síðustu kosningum, þótt málefnin væru góð. Hún hefur ekki fengið neinn hljómgrunn í skoðanakönnunum. Frjálslyndi flokkurinn slefaði inn á þing, en nær samkvæmt könnunum ekki inn manni í apríl. Fullreynt er með þessa tvo flokka, fiskuðu ekki í stjórnarandstöðu. Það verður fjórflokkurinn gamli, sem býður fram. Pláss er fyrir einn flokk að auki, aðeins einn. Andófsfólk, sem vill berjast í pólitík, verður að koma sér saman um einn flokk. Bezt er, að sá flokkur sé á sama stað í litrófinu og Samfylkingin og Framsókn. Þar eru beztu fiskimiðin um þessar mundir.