Plága Egyptalands

Punktar

Hosni Mubarak er plága Egyptalands, harðstjóri og ofurþjófur. Tók við af öðlingnum Anwar Sadat fyrir þremur áratugum. Hefur mjólkað þjóðina og haldið henni í eymd og volæði. Hann hefur stuðzt við grimma lögreglu og herinn. Nú er fokið í flest skjól hjá kauða. Þjóðin hatar hann eins og pláguna. Löggan hefur gefizt upp og er farin í felur. Herinn hefur tekið við á götum borga Egyptalands, en hefur sig ekki í frammi. Aðgerðasinnar ráða lögum og lofum á þekktustu torgum Kairo og reyna að hafa hemil á glæpaflokkum, sem nota sér upplausnina. Bandaríkin hafa stutt Mubarak vegna linkindar hans við Ísrael.