Píratar massa fésbókina

Punktar

Ekki kemur á óvart, að unga fólkið í Pírötum er fyrirferðarmest á vefmiðlum á borð við Facebook. Ekki kemur heldur á óvart, að Vinstri græn eru daufust á þeim vettvangi, bara einn þrettándi af þátttöku pírata. Píratar eru á kafi í nútímanum, en vinstri græn klóra fé sínu og bíða eftir vinnu hjá stóriðjunni á Bakka. Þátttaka stuðningsfólks Bjartrar framtíðar, Samfylkingar, Viðreisnar og Framsóknar er litlu skárri en Vinstri grænna. Viðreisn hefur faglega unnið efni á fésbókinni, en viðbrögð notenda eru dauf. Stutt er í, að hér verði tveir turnar í pólitíkinni, Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar, og er það vel.