Alþjóðleg leit er að hefjast að peningum, sem Augusto Pinochet, fyrrum einræðisherra Chile rændi af þjóðinni með stuðningi Henry Kissinger og ráðamanna í Bandaríkunum. Markmiðið er að finna 900 milljónir króna, sem dómarinn Sergio Munoz telur, að Pinochet hafi stolið. Hæstiréttur Chile hefur heimilað þessa leit. Rúmlega helmingur fjárins hefur komið fram í Washington. Bankar í ellefu heimsborgum og peningaþvættiseyjum hafa verið krafðir sagna um þvott á fé á vegum harðstjórans. Lögfræðingar hans segja, að féð sé löglega fengið með skynsamlegu braski. BBC segir frá.