Pétur þykist málefnalegur

Punktar

Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, gagnrýnir lélegan undirbúning og tímahrak Alþingis við gerð skattalaga. Í tímaritsgrein sagði hann lýðskrum og hentistefnu ráða ferð. Nefndi lækkun matarskatts sem dæmi. Pétur Blöndal þingmaður tók þetta óstinnt upp, sagði Indriða ekki vera málefnalegan. Mér sýnist hann þó fjalla efnislega um þetta mál eins og önnur. Það gildir hins vegar ekki um Pétur. Hann þykist gera vinsælan ágreining við stjórnina um ýmis mál, en kýs samt alltaf með sínu liði. Þegar á reynir. Þingmaðurinn er gott dæmi um lýðskrum og hentistefnu.