Pétur Blöndal

Punktar

Mér finnst skrítið, að Pétur Blöndal skuli vera svo andvígur velferð og því fólki, sem notar hana, að hann skuli blanda dóttur sinni í málið. Hann ákvað sjálfur að kalla í fulltrúa Mæðrastyrksnefndar og kvarta yfir matargjöf til dóttur sinnar. Menn hljóta að vera óvenjulega sannfærðir í trúnni og einstrengingslegir til að halda þannig á málum. Pétur hefur lengi verið talsmaður kapítalismans hér á landi og hefur gert það vel á köflum. Þetta dregur hins vegar úr áliti manna á honum og fælir fólk frá kuldanum, sem stafar af óheftri trú hans á, að hver skuli vera eigin gæfu smiður.