Setji stjórnlagaþingið persónukjör í stjórnarskrána, þarf að reyna að girða fyrir alræði peningavaldsins. Í himnaríki persónukjörs vestanhafs er ekki lengur lýðræði, heldur auðræði. Í Bandaríkjunum stjórna auðhringir, hver sé forseti landsins. Hér þarf að setja reglur um að birta jafnóðum allan stuðning við frambjóðendur í prófkjöri og kosningum. Sömuleiðis verða aðrir þættir þjóðskipulagsins að stuðla að valddreifingu. Draga þarf úr líkum á, að sterkir plötuslagarar og sölumenn snákaolíu fái of mikil völd að hætti Davíðs. Persónukjör er tvíeggjaður kostur, er kallar á margvíslega varnagla.