Sökudólgarnir eru margir, mál og menn. Er við horfum fram á við, þurfum við líka að gera upp hrunið. Svo það endurtaki sig ekki, þurfum við að ræða bæði mál og menn. Óhjákvæmilegt er að persónugera vandann, mannlegar veilur eru þættir hrunsins. Við getum sagt, að hagstefna Davíðs og Flokksins eða að krónan séu sek. Stefnan var röng og tækið var rangt. En jafnframt er fólk sekt, allt frá Davíð og Geir yfir til bankstera og víkinga og bókhaldstækna. Ég andmæli, að fortíðin verði óafgreidd. Aðeins er hægt að líta fram á veg, ef borðið er hreinsað. Ég óttast samt, að dómarar muni bregðast þjóðinni.