Persónugera ekki gerræðið

Punktar

Ísland einkennist af gerræði í stað verkferla. Jón Bjarnason fer ekki eftir stjórnarsáttmála, fer eigin leiðir. Fjölskylduhjálpin hunzar tillögur um úrbætur, heldur fast í biðraðastefnu. Tryggingafélögin eru svona, einkum Sjóvá, gæludýr Sjálfstæðisflokksins. Tap þess var þjóðnýtt og nú verður nýr gróði einkavæddur. Sjóvá krækti í tvo þriðju af slysabótum manns, sem vann hjá BM Vallá. Fyrirtækið fór á hausinn, skuldaði þá iðgjöld af tryggingum. Sjóvá hirti peninginn af hinum slasaða í staðinn. Fjölmiðlar sögðu okkur ekki, hverjir ákváðu. Fjölmiðlum ber að persónugera gerræði, en gera ekki.